Markmið
Nemandi getur sýnt fram á gott þol í leikjum og hlaupi. Sýnt góðan styrk og stöðugleika í mismunandi vöðvahópum og góða samhæfingu, liðleika, leikni og úthald í æfingum. Útskýrt vel leikreglur í leikjum og fylgt þeim. Gert góða grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og unnið með einföld markmið í íþróttum. Þekkt vel leikreglur og sýnt háttvísi í leik. Þekkt vel helstu líkamshluta. Útskýrt og tileinkað sér vel öryggis- og skipulagsreglur sundstaða. Framkvæmt vel allar sundaðferðir og hefur gott þol í 100 metra sundi. Framkvæmt og beitt einföldum grunnatriðum skyndihjálpar og bjargað sér í vatni.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
hæfniviðmið metin
virkni og hegðun
símat
stöðupróf
Hæfniviðmið eru metin út frá matskvörðunum: A, B+, B, C+, C og D.