Markmið
Megintilgangur náms og kennslu á námssviðinu er að stuðla að því að nemendur átti sig á hvernig best er að beita þekkingu sinni og leikni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og bæta það. Nemendur þurfa einnig að átta sig á að þekking verður ekki eingöngu byggð á beinum athugunum heldur líka á upplifun, ímyndunarafli, sköpun og samræðu og að vísindaleg þekking sé aldrei algild, endanleg eða óyggjandi. Traustur skilningur á náttúruvísindum og hlutverki þeirra innan nútímasamfélags telst vera veigamikill þáttur í þroska og menntun barna og unglinga. Hann snýst um að viðhalda og efla forvitni og áhuga þeirra á sjálfum sér, umhverfi sínu og fyrirbærum náttúrunnar.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Megintilgangur námsmats er að fylgjast með því hvernig nemendum tekst að ná hæfniviðmiðum, stuðla að námshvatningu, örva nemendur til framfara og meta hvaða aðstoð þeir þurfa. Matið byggist á lykilhæfni í námi sem byggir á grunnþáttum í menntun og áhersluþáttum grunnskólalaga. Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat sem gefur heildstæða mynd af hæfni nemandans og gefur honum færi á að sýna þekkingu, leikni og hæfni.
Til námsmats koma þau verkefni sem unnin eru yfir önnina, kaflapróf og virkni. Námsmati verður þannig háttað að fyrir hvert verkefni verður merkt við hæfniviðmið sem eiga við hverju sinni. Hæfni nemenda verður svo tekin saman og skilað í formi bókstafa, A, B+, B, C+, C, D eða Ó, eftir því sem við á.
Mannslíkaminn
Fjallað verður um
frumur, minnstu lifandi byggingareiningu lífvera, starfsemi þeirra og fjölbreytni
einstök líffæri og líffærakerfi og greint frá gerð þeirra og helstu verkefnum
hvaða áhrif einstaklingar geta haft á starfsemi líkamans með heilbrigðu líferni
Hæfniviðmið:
útskýrt gerð frumna, líffæri þeirra og starfsemi. (1. og 2. kafli)
lýst hlutverki og samspili helstu líffæra og líffærakerfa mannslíkamans. (1. og 2. kafli)
beitir hugtökum og heitum í náttúruvísindum við fjölbreyttar aðstæður. (3. kafli)
ræðir kynheilbrigði, kynvitund, ábyrga hegðun í kynlífi, mikilvægi þess að virða mörk, tilfinningar og tilgang getnaðarvarna. (6. kafli)
Eðlisfræði 2 (1. kafli)
Fjallað verður um
krafta, hreyfingu og kenningar Newtons
Hæfniviðmið:
útskýrir helstu kraftalögmál sem verka í daglegu lífi manna.
mælir og reiknar eðlismassa efna og útskýrir muninn á massa og þyngd.
Eðlisfræði 1
Fjallað verður um
veðurfar
náttúruauðlindir og sjálfbæra nýtingu
varma
rafmagn og segulmagn
bylgjur
Hæfniviðmið:
Í náttúrufræði í 9. bekk eru kenndar tvær 60 mínútna kennslustundir í hverri viku.
Nemendur, í samráði við foreldra, bera sjálfir ábyrgð á því að halda áætlun og er það ekki síður mikilvægt ef til þess kemur að nemandi er í burtu í lengri eða skemmri tíma vegna veikinda eða leyfis. Ef nemandi missir af kaflaprófi af einhverjum sökum mætir hann í sjúkrapróf eins fljótt og auðið er.
Áætlun má finna á Mentor og Google Classroom - náttúrufræði.
Fyrir áramót
Mannslíkaminn
Kafli 1 og 2
Kafli 3
Eftir áramót
Mannslíkaminn
Kafli 6
Eðlisfræði 2
Kafli 1
Eðlisfræði 1
Námsbækur:
Efni frá kennara - til dæmis myndbönd, vefslóðir og verkefni
TED Ed (Allt milli himins og jarðar)