Markmið
Nemandi getur skilið talað mál og frásagnir á margvíslegum miðlum, hlustað eftir aðalatriðum, greint þau og nýtt sér í námi sínu. Lesið og skilið megininntak í fjölbreyttum auðlesnum textum sem innihalda algengan orðaforða og nýtt sér í verkefnavinnu. Haldið uppi samræðum um efni sem hann þekkir vel, notað algeng orðasambönd og almennar kurteisis- og samskiptavenjur til að gera sig skiljanlegan. Tjáð sig á vel skiljanlegu máli með nokkuð eðlilegum framburði og áherslum. Sagt frá reynslu sinn og skoðunum og flutt einfalt undirbúið efni. Skrifað samfelldan texta um efni sem hann þekkir þar sem ímyndunaraflið fær að njóta sín. Sýnt nokkuð góð tök á orðaforða og beitt þeim reglum sem unnið hefur verið með. Skilur lykileinkenni í menningu viðkomandi málsvæðis og hvað er líkt eða ólíkt því sem tíðkast í hans eigin menningu. Áttar sig á skyldleika erlenda málsins við önnur tungumál sem hann er að læra.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Hæfniviðmið metin
Leiðsagnarmat
Kennaramat
Kannanir
Virkni
Vinnubók
Verkefni
Kvarðinn sem gefið er í er A, B+,B,C+ og C
Lesbók
Vinnubók
Gagnvirkar æfingar og fl.