Classroom kóði: 6spvpjmy
Markmið
Nemandi getur hagnýtt upplýsingar um samfélagsleg málefni á margvíslegu formi. Fjallað um samfélagsleg málefni frá ólíkum sjónarhornum og myndað sér skoðanir. Tekið virkan og jákvæðan þátt í samræðu og lýðræðislegu samstarfi. Lýst því hvernig ólíkir þættir hafa áhrif á sjálfsmynd, hugarfar, samskipti og hegðun. Fjallað um viðfangsefni sem varða trúarbrögð, lífsviðhorf og siðferði í daglegu lífi sínu og annarra. Greint stöðu sína sem þátttakandi í samfélaginu og rætt um réttindi sín og skyldur. Fjallað um lýðræði og stofnanir samfélagsins og áhrif þeirra á líf einstaklinga. Fjallað um sögulega viðburði og þróun samfélaga frá völdum sjónarhornum. Sagt frá ólíkum aðstæðum fólks á jörðinni, m.a. með því að afla sér upplýsinga úr kortum. Tengt hvernig daglegt líf mannsins hefur áhrif á umhverfi, samfélag og lífsgæði.
(Aðalnámskrá grunnskóla)