Markmið
Nemandi getur sýnt fram á gott þol í hlaupi. Sýnt góðan styrk og stöðugleika í mismunandi vöðvahópum og góða samhæfingu, liðleika, leikni og úthald í æfingum. Útskýrt af góðum skilningi leikreglur í hópíþrótt og einstaklingsíþrótt og fylgt þeim. Gert vel grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og sett sér markmið í heilsurækt. Útskýrt og metið vel hugtök þjálfunar grunnþátta, útskýrt mismunandi þjálfunaraðferðir og sýnt æfingar við hæfi. Nefnt helstu vöðvahópa líkamans og útskýrt vel hvaða hlutverk þeir hafa. Útskýrt og tileinkað sér öryggis- og skipulagsreglur sundstaða. Framkvæmt vel allar sundaðferðir og hefur gott þol í 400 metra sundi.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
hæfniviðmið metin
virkni og hegðun
símat
stöðupróf
Hæfniviðmið eru metin út frá matskvörðunum: A, B+, B, C+, C og D.
Viðmið aðalnámskrá við lok 10. bekkjar