Markmið
Tungumálanám á að veita nemendum tækifæri til að rækta með sér tilfinningu fyrir félagslegum og menningarlegum aðstæðum hjá öðrum þjóðum. Námið á að stuðla að því að nemendur sjái sig sem hluta af og jafnoka í alþjóðasamfélagi og auka vitund þeirra um þau tækifæri sem felast í því að hafa vald á erlendum tungumálum og ríkulegum tungumálaforða.
Megintilgangur náms og kennslu í erlendum tungumálum er að nemendur öðlist alhliða hæfni til að nota tungumálið sem lifandi verkfæri í fjölbreyttum tilgangi og við ólíkar aðstæður. (Aðalnámskrá grunnskóla)
Unnið út frá hæfniviðmiðum
Símat
Kannanir
Einstök verkefni
Vinnubók
Hæfniviðmið eru metin út frá matskvörðunum: A, B+, B, C+, C og D.