Markmið
Megintilgangur náms og kennslu í íslensku er að nemandi getur lesið og flutt mál sitt skýrt og áheyrilega, gert grein fyrir þekkingu sinni, reynslu og skoðunum frammi fyrir hópi. Hlustað af athygli á lesið og talað mál, beitt reynslu sinni og þekkingu til að skilja það og endursegja. Nýtt sér myndefni og stafrænt efni á gagnrýninn hátt. Lesið texta við hæfi á nákvæman og sjálfvirkan hátt og beitt við það ólíkum aðferðum. Metið, túlkað og greint aðalatriði í lesnum texta og beitt orðaforða og fyrri þekkingu til að mynda samhengi og skilning. Lesið ýmsar bókmenntir, unnið með efni þeirra og beitt grunnhugtökum bókmenntafræði við umfjöllun um þær. Lesið einfalda texta frá fyrri tímum og áttað sig á sögulegu samhengi þeirra. Lesið, unnið með og rætt ljóð frá ólíkum tímum, innihald þeirra og einkenni. Valið og ritað ólíkar tegundir texta út frá tilefni þar sem hugað er að framsetningu og uppbyggingu. Beitt algengum reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu. Notað góðan orðaforða og málfræðikunnáttu sína í umræðu um málið og nýtt í fjölbreyttri málnotkun í ræðu og riti. Greint helstu einkenni og hlutverk nokkurra orðflokka og nýtt sér ýmsa gagnabrunna til stuðnings við málnotkun sína.
(Aðalnámskrá grunnskóla)