Nemendur í 8. og 9. bekk fá 3 klukkustundir í valgreinum á viku, nemendur í 10. bekk fá 4 klukkustundir.
Miðað er við að vetrinum sé skipt í þrjár vallotur þar sem hver lota er u.þ.b. 11 vikur.
Valið er kennt á þriðjudögum kl. 13:30 – 15:30, miðvikudögum kl. 12:30 – 13:30 og föstudögum kl. 13:30 – 14:30.
8. og 9. bekkur er ekki í vali á föstudögum.
Nánari lýsingar á valgreinunum má finna hér.
Athugið sérstaklega.
Metnar tómstundir 2, 3 eða 4 tímar.
Þau sem eru í tómstundastarfi 4-6 klst. á viku fá það metið í stað 2 klst vals (annað hvort 2 klst. á þriðjudegi eða 1 klst. val á miðvikudegi og 1 klst. val á föstudegi).
Þau sem eru í tómstundastarfi 6-8 klst. á viku fá það metið í stað 3 klst. vals (2 klst. á þriðjudegi og 1 klst. annað hvort á miðvikudegi eða föstudegi).
Þau sem eru í tómstundastarfi 8 klst. eða meira á viku fá það metið í stað 4 klst. vals (2 klst. á þriðjudegi, 1 klst. á miðvikudegi og eina klst. á föstudegi).
Mikilvægt er að forráðamenn fylli út þetta eyðublað sé óskað eftir mati á námi utan skóla.