Í 9. bekk eru nemendur ekki í föstum hópum heldur hafa þeir val í hvaða listgrein eða verkgrein þeir kjósa að mæta. Nemendur þurfa að klára skylduverkefni bæði í listgreinum og í verkgreinum. Hvert skylduverkefni getur gefið þeim stig, hversu mörg stig nemandi fær fyrir verkefnið sitt fer eftir fjölda virkra vinnustunda á bak við það og hversu vel og ítarlega nemandi vann verkefnið. Nemendur þurf að safna samtals 6 stigum í listgreinum og 6 stigum í verkgreinum. Nemendur mega velja í hvaða verkgrein þeir kjósa að vinna skylduverkefnin og ekki þarf að vinna öll skylduverkefnin í sömu grein og það sama gildir um listgreinar. Nemandi má ekki mæta í aðra grein eða hefja vinnu á öðru verkefni fyrr en hann hefur lokið við skylduverkefnið sem hann byrjaði á.
Í verkgreinum geta nemendur valið um: heimilisfræði, smíði og textíl.
Í listgreinum geta nemendur valið um: myndlist og tónlist.
Þegar að nemendur hafa lokið að safna samtals 12 stigum mega nemendur fá að búa sjálfir til verkefni í samráði við kennara.
Fyrirkomulagi á kennslu í list- og verkgreinum var breytt frá síðasta skólaári til þess að gæta betur að því að nemendur væru að vinna með fjölbreytta hæfni og til að auka líkurnar á að þau hafi náð að vinna með öll matsviðmiðin.
Hér fyrir neðan má því sjá hvaða skylduverkefni nememendur geta valið um eftir fögum: