Mikilvægt er að nemendur og foreldrar kynni sér vel námslýsingar valgreina sem í boði verða í haust og vor 2023-2024 til að valið nýtist sem best út frá áhugasviði, styrkleikum og mögulega framtíðaráformum nemenda.
Nemendur í 8. bekk velja samtals 4 valgreinar, 2 á haustönn og 2 á vorönn á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:35 - 14:55.
Nemendur í 9.-10. bekk velja samtals 6 valgreinar 3 á haustönn og 3 á vorönn á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum kl. 13:35 - 14:55.
Hægt er að fá metið val í stað skipulagðs íþrótta- eða tómstundastarfs
Nemendur sem eru í skipulögðu íþrótta- eða tómstundastarfi hjá viðurkenndum félögum eða skólum geta óskað eftir að fá starfið metið sem valgrein í skyldunámi sínu. Hægt er að skipta út einni valgrein að hausti og annarri að vori ef starfið er stundað allan veturinn.
Skila þarf staðfestingu til skólans fyrir 15. september fyrir metið val að hausti og fyrir 1. febrúar fyrir metið val að vori. Sjá staðfestingarblað hér:
https://drive.google.com/file/d/1wI-DKU17iejMnHf1ftQsszScsM69QYAh/view?pli=1