10. bekkur
Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar haust og vor
Kennari: Ósk Sigurjónsdóttir og Anna Kristín Jörundsdóttir
Námslýsing
Í valinu aðstoða nemendur yngri nemendur skólans við ýmis námsverkefni sem þau vinna í tungumálaveri skólans undir stjórn kennara.
Nemendur fá leiðsögn og handleiðslu frá kennurum sem hann vinnur með.
Markmið
að nemandinn:
· gefist tækifæri til að taka þátt í skapandi starfi og skapa tilbreytingu frá hefðbundnu bóknámi
· fái innsýn í störf uppeldisstétta sem geri honum auðveldara með að velja nám eða störf á slíkum vettvangi að loknu grunnskólanámi
· þjálfist í samskiptafærni
Námsmat
Frammistaða nemanda er metin út frá samskiptafærni, áhuga og framtakssemi.