9. og 10. bekkur
Fimmtudagar haust og vor
Kennari: Eiríkur Hansson
Námslýsing
Í þessum valáfanga er lögð áhersla á að vinna með við. Nemandinn kynnist mismunandi eiginleikum mismunandi viðartegunda. Smíðaður verður borðlampi úr völdum við í samráði við kennara. Lampinn er sorfin til með raspi og mótaður eftir hugmyndum nemenda. Að endingu er lampinn yfirborðsmeðhöndlaður og sett í hann ljósastæði og rafmagnssnúra með kló.
Markmið
Að nemendur læri að:
· þekkja mismunandi eiginleika mismunandi viðartegunda
· koma hugmynd sinni í fast form með handverkfærum
· tengja ljósastæði og rafmagnskló
Námsmat
Símat þar sem litið til þess að nemendur sýni dugnað, vinnusemi og vandvirkni.
Lokaeinkunn er birt í bókstöfum.