Námslýsing
Þetta val er sniðið að þeim sem hafa áhuga á fótbolta. Við forum yfir helstu leiki í enska boltanum hvort sem það er í karla eða kvennaboltanum. Skoðum liðin í deildinni og áhugugaverða leikmenn og þjálfara. Við horfum á það helsta úr hverri um ferð í enskaboltanum eins og mörk og önnur tilþrif. Þá mun hver einstaklingur búa sér til sitt eigin lið sem safnar stigum yfir önnina í gegnum “Fantasy” kerfi. Það gengur út á það að einstaklingar setja sig í spor þeirra sem þjálfa liðin í enska boltanum og kauða 15 leikmenn í liðið sitt en til þess fær hver og einn 100 milljónir punda. Við verðum svo saman í deild og gerum okkar besta til þess að fá sem flest stig.
Markmið
Að nemendur:
· Auki þekkingu sína enskri knattspyrnu og sögu hennar
· Þjálfist í að leita að upplýsingum á alnetinu og vinna með þær upplýsingar
· Notað tölfræðihugtök til að setja fram, lýsa, skýra og túlka gögn
· lesið, skilið og lagt mat á upplýsingar um líkindi sem birtar eru á formi tölfræði, t.d. í fjölmiðlum
Gamlir leikir skoðaðir sem og leikmenn og þjálfarar sem sett hafa mark sitt á enska boltann. Horfum á fótbolta og tölum um fóltbolta og skoðum tölfræði tengt enska boltanum.
Námsmat
Öll vinna nemenda verður metin, virkni, framkoma og þátttaka í tímum.