Snyrtifræði og slökun
8. bekkur
Fimmtudagar haust og vor
Kennari: Nína Hrönn Guðmundsdóttir
Námslýsing
Nemendur fá örkennslu í nokkrum grunnþáttum snyrtifræðinnar og fá að spreyta sig í flestum þáttum. Þeir útbúa maska til að nota, læra létt handarnudd, læra létt höfuðnudd, fá fræðslu um umhirðu húðar, litun og plokkun og létt um andlitsförðun. Einnig gerum við einfaldar öndunar og slökunaræfingar og förum í smá sjálfsskoðun.
Markmið
Að nemendur:
· kynnist grunnþáttum snyrtifræðinnar.
· séu meðvitaðir um umhirðu húðar og notkun algengra snyrtivara.
· nái slökun með einföldum öndunaræfingum.
· efli sjálftraust og sjálfsvitund.
Námsmat
Mat byggir á frammistöðu og áhuga í tímum, símati ásamt munnlegum og verklegum verkefnum.