9. og 10. bekk
Fimmtudagar haust
Kennari: Hrafnhildur Úlfarsdóttir
Námslýsing
Textílhönnunn er m.a. útsaumur, vélsaumur, vefnaður, hekl, mynsturgerð og endurnýting hráefnis í bland við nýtt. Verkefni eru unnin þannig að útkoman er ekki fyrirfram ákveðin, heldur er sköpunarkrafturinn látinn ráða för.
Kennslan er í formi sýnikennslu, hópvinnu og einstaklingskennslu ásamt öðrum aðferðum til að koma námsefninu til skila.
Námsefnið er miðað við markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.
Kennsluefni er „Gera sjálfur“, námsvefur um textílmennt og sjálfbærni.
Efnisval og verkefni ákveðin af kennara.
Hönnun, endurnnýting hráefnis, efnisfræði, efnisval og blandaður textíll er meðal þess sem nemendur vinna með á fjölbreyttann og skapandi hátt.
Markmið
Að nemendur sjái möguleika í að vinna með mismunandi efni á skapandi, sjálfbærann og listrænan hátt og skilji ferlið frá hugmynd til afurðar.
Námsmat
Námsmat fer fram með símati og er nemandum gerð grein fyrir niðurstöðum jafnóðum. Lokaeinkunn er gefin i bókstöfum og við námsmat er litið til þess að nemendur séu skapandi, vinnusamir og vandvirkir og fari eftir fyrirmælum.