9. og 10. bekkur
Mánudagar haust og vor
Kennari: Davíð Georgsson
Athugið að kennt verður í lyftingasal ÍR í Skógarseli.
Námslýsing
Námið er að mestu leyti verklegt og er sniðið að þeim sem hafa mikinn áhuga á líkamsrækt. Farið verður yfir helstu tækni í lyftingum svo nemendur beiti sér rétt frá fyrsta tíma. Unnið verður með eigin líkamsþyngd, ketilbjöllur, lyftingastangir og ýmis lóð. Möguleiki verður á vettvangsferð á líkamsræktarstöð/Crossfitstöð og jafnvel fá einkaþjálfara til okkar í heimsókn.
Markmið
að nemendur:
· læri reglur líkamsræktarstaða
· bæti tækni og hreysti
· læri um mismunandi vöðvahópa
· fái jákvæða upplifun af tímunum
Námsmat
Nemendur eru metnir samkvæmt virkni, viðhorfi og mætingu.