9. og 10. bekkur
Mánudagar og fimmtudagar haust og vor
Kennari: Dagný Sif Einarsdóttir
Námslýsing:
Í myndlistarvali er hægt að dýpka færni í listrænni sköpun. Farið er í alla grunnþætti myndlistar, teikningu, málun, þrykk og mótun. Listasagan er lauslega skoðuð og helstu listastefnur kynntar. Nemendur gera nokkur skylduverkefni þar sem verið er að þjálfa færni í vinnubrögðum. Námið er einstaklingsmiðað og vinnur hver og einn á sínum hraða. Reynt er að ýta undir allt frumkvæði hjá nemendum og þeir hvattir til að framkvæma þær hugmyndir sem þeir fá, innan ákveðins ramma.
Markmið
Að nemendur:
· öðlist þekkingu á helstu aðferðum myndlistar
· öðlist færni til að beita þeim aðferðum
· þjálfi skapandi hugsun og sjálfstæð vinnubrögð
Námsmat
Símat að hluta þar sem metin eru frumkvæði og vinnugleði. Eins eru skylduverkefni og frjálst val nemandans í möppu metin í lokin, þar sem metin eru færni, vandvirkni og afköst.