Áhrifavaldar       

9. og 10. bekkur

Mánudagar haust og vor

Kennari: Maríanna Bjarnleifsdóttir

Námslýsing

Við skoðum hverjir hafa áhrif á okkur, samfélagið og heiminn. Af hverju hafa þessir einstaklingar áhrif og hvernig. Við kynnumst áhrifavöldum á samfélagsmiðlum, listafólki og baráttufólki.   Við munum horfa á heimildarmyndir eða kvikmyndir sem varpar betra ljósi á líf þessa fólks. 

Markmið

Að nemendur:

·        kynnist fólki sem hefur haft áhrift á heiminn í gegnum tíðina.

·        læri að koma skoðunum sínum á blað.

·        læri að tjá skoðanir sínar.

Námsmat

Mat byggir á frammistöðu og áhuga í tímum ásamt munnlegum og skriflegum verkefnum.