8.-10. bekkur
Mánudagar haust og vor
Kennari: Vilborg Þórhallsdóttir
Athugið að hljómsveit nær yfir tvær annir
Námslýsing
Nemendur fá tækifæri til að spila með öðrum tónlist sem þeir hafa áhuga á, lesa
hljóma og að spila eftir eyranu. Æskilegt er að nemendur hafi einhverja
grunnþjálfun í tónlist.
Hæfniviðmið
Að nemendur geti:
· Nýtt sér að spila eftir hljómum og eftir eyranu
· beitt ólíkum áherslum í samspili og tekið tillit til annarra
· sýnt frumkvæði í sköpun tónlistar og samspili
· sýnt túlkun á ólíkum stíltegundum tónlistar og notað hugtök sem tengjast
viðfangsefninu
· gangrýnt tónlist út frá eigin smekk og tekið ákvörðun sem byggir á jákvæðum
samskiptum
Námsmat
Í lok annar er frammistaða nemenda metin, byggt á virkni og samvinnuhæfni,
skapandi hugsun, frumkvæði og þori.