Skólahreysti
8. - 10. bekk
Mánudagar haust og vor
Kennari: Íris Jónasdóttir og Snædís Hjartardóttir
Athugið að Skólahreysti nær yfir tvær annir
Námslýsing
Tímarnir fara fram í íþróttahúsi skólans sem og hreystibrautin á skólalóðinni. Einnig stefnum við á að fara í vettvangsferðir. Farið verður yfir keppnisgreinar Skólahreysti og nemendur undirbúnir fyrir keppni. Aðaláhersla verður lögð á að undirbúa nemendur fyrir keppni í Skólahreysti.
Keppnislið Seljaskóla í Skólahreysti verður skipað nemendum úr valgreininni.
Markmið
Undirbúa nemendur líkamlega og andlega fyrir keppni í Skólahreysti.
Námsmat
Virkni og þátttaka í hverjum tíma er metin.