Leiksýning :: Mamma Mia
9. og 10. bekkur
Mánudagar vor
Kennari: Sandra Ómarsdóttir og Þórir B Ingvarsson
Námslýsing og markmið
Markmið námskeiðsins er að setja upp leiksýningu sem sýnd verður fyrir almenning og skólann. Sýningar hefjast í kringum árshátíð unglingadeildar. Leikrit er kynnt í fyrsta tíma. Unnið er með leik, dans og söng, ásamt tækni, sviðsmynd og búningum.
Á námskeiðinu fara fram umræður um leikritið og er lögð áhersla á uppbyggilega gagnrýni. Þannig er ýtt undir hæfni nemenda til að tjá sig í leik á sviði. Æfingar eru ýmist hópæfing eða margir hópar að vinna á sama tíma. Leitast er við að virkja nemendur í því sem styrkur þeirra liggur.
Ásamt leik á sviði er unnið við tækni í kringum sýningu, leikmynd, búninga ásamt hljóð- og ljósastýringu. Á námskeiðinu er unnið að því að efla góðan hópanda, traust og samvinnu ásamt því að styrkja hvern einstakling. Þetta er gert í formi æfinga og umræðna. Þannig er lagður nauðsynlegur grunnur að skapandi vinnu í hópnum.
Námsmat
Virkni, frumkvæði, gleði og samvinna.