Grafísk hönnun

9. og 10. bekkur
Þriðjudagar haust og vor
Kennari: Þórir Brjánn Ingvarsson

 

Námslýsing

Þessi áfangi er ætlaður þeim nemendum sem hafa áhuga á að kynna sér grafíska hönnun. Megin áhersla er á skissu- og hugmyndavinnu. Aðalatriðið er að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín og reyna nýja hluti. 

Unnið verður í ýmsum forritum sem tengjast hönnunarvinnu. Verkefni verða lögð fyrir allskonar verkefni m.a. verður farið í merkjagerð (logo), hönnun út frá þekktri persónu eða þema, vöruhönnun, auglýsingagerð o.fl. Gerð veggspjalda og ef tími gefst til sett grafík á efni eins og t.d. bol eða peysu (með endurnýtingu í huga). Að auki eru í boði aukaverkefni fyrir þá sem klára öll skylduverkefni.


Markmið

Að nemendur:

·        læri að nýta sér ýmiskonar hugmyndavinnu og hvernig þróa á hugmynd frá upphafi til enda

·        noti tímann vel í skissu og hugmyndavinnu

·        klára hugmynd í tölvu/hugbúnaði sem er sambærilegt því sem hönnuðir nota

·        læri að gagnrýna verk hver annars á uppbyggilegan hátt


Námsmat

Verkefni nemenda eru metin til einkunnar jafnóðum en einnig er virkni,

frumkvæði og vinnusemi. Öll verkefni valsins eru hluti af námsmati.