9. - 10. bekkur
Fimmtudagur vor
Kennari: Gunnhildur B. Ívarsdóttir
Námslýsing
Lesnar verða nokkrar bækur á námskeiðinu, bæði fá nemendur sjálfir að velja lesefni en einnig verður eitthvað um stýrt val. Auk þess hljóta nemendur þjálfun í bættri lestrartækni og fá leiðbeiningar um hvernig þeir geti aukið lestarhraða sinn. Nemendur fá tækifæri til að ræða saman um sitt lesefni nokkrum sinnum yfir önnina.
Markmið
Að nemandi geti:
· lesið bókmenntir sér til ánægju bæði eftir íslenska og erlenda höfunda.
· skilið mikilvægi þess að geta lesið og eflt eigið læsi.
· lesið, túlkað, metið og fjallað um fjölbreyttar íslenskar og erlendar bókmenntir og gert sér grein fyrir gildi bókmennta.
· valið sér lesefni til gagns og ánægju og komið fram sem sjálfstæður lesandi sem gerir sér grein fyrir gildi þess að lesa.
· nýtt aðferðir sem hann lærir til að taka virkan þátt í samvinnu, samræðum og rökræðum, tjáð skoðanir sínar og rökstutt þær með ýmsum hætti.
Námsmat
Áfanginn er próflaus en nemendur þurfa einu sinni að mæta til kennara og skila áliti munnlega. Námsmat tekur mið af allri vinnu nemenda og virkni í tímum.