Kennarar: Elfa Rut Sæmundsdóttir og Maríanna Bjarnleifsdóttir
Athugið að nemendaráð nær yfir tvær annir
Námslýsing
Nemendur geta valið sér að vera í nemendaráði í stað kosninga. Fundað er vikulega. Hlutverk nemendaráðs er að sjá um félagsstarf nemenda í 5. - 10. bekk í Seljaskóla, skipuleggja viðburði, undirbúa og kynna. Nemendaráð sér um árbókargerð 10. bekkjar. Viðburðir nemendaráðs geta verið allt frá því að vera lítil skemmtun í frímínútum og upp í stóra viðburði eins og árshátíð. Nemendur sem eru í nemendaráði þurfa að gera ráð fyrir skyldumætingu á viðburði sem flestir eru á fimmtudögum.
Nemendur sem velja nemendaráð þurfa að vera fyrirmyndir bæði á skólatíma og utan skóla.
Markmið
Að efla félagsstarf skólans og standa fyrir viðburðum fyrir 5. – 10. bekk.
Námsmat
Lokið/ólokið