9. og 10. bekkur
Mánudagar, þriðjudagar og fimmtudagar haust og vor
Kennarar: Berglind Sigurgeirsdóttir og Kolbrún Sif Halldórsdóttir
Námslýsing og markmið
Áfanginn er ætlaður þeim nemendum sem hafa áhuga og vilja til að auka við færni í matreiðslu og bakstri. Í áfanganum verður lögð áhersla á bakstur og létta matrétti. Einnig verður lögð áhersla á mikilvægi heilbrigðis, réttrar næringar og hreinlætis.
nái að tileinka sér réttar vinnuaðferðir.
læri að vinna sjálfstætt eftir uppskrift.
læri að tileinka sér fjölbreytt mataræði .
læri að þroska bragðskyn og leggja áherslu á útlit matar.
læri um gildi hreinlætis.
Námsmat
Símat þar sem farið verður eftir virkni og frágangi í tímum. Verkefnamappa (verkefni og uppskriftir) sem skilað er í lok annar.