9. og 10. bekkur
Mánudagar vor
Kennari: Eiríkur Hansson
Námslýsing
Í þessum valáfanga stíga nemendur sín fyrstu spor í glerskurði. Kennd eru þau vinnubrögð sem notuð eru við glersmíði. Litað gler er skorið og sniðið til. Það síðan fest saman með bræddu tini.
Í upphafi verða smíðaðir smáir hlutir til að nemendur læri ferlið og aðferðirnar en svo þegar þekking og færni aukast verða verkefnin stærri og viðameiri eins og t.d. skálar eða gluggamyndir.
Markmið
Að nemendur læri:
· nýtt handverk með efnivið sem þeir hafa ekki kynnst áður.
· grunn atriði í glerskurði og verði sjálfbjarga við þá vinnu.
· að koma eigin hugmyndum í fast form og skapa þannig sín eigin listaverk.
Námsmat
Símat þar sem litið til þess að nemendur sýni dugnað, vinnusemi og vandvirkni. Séu skapandi og fari eftir fyrirmælum. Lokaeinkunn er birt í bókstöfum.