8. bekkur
Mánudagar haust og vor
Kennari: Eðvarð Hilmarsson
Áfangalýsing: Spiluð verða nýleg borðspil í hóp, ýmist verður unnið saman eða spilað í hóp. Þema spilanna er allt frá Rick and Morty og yfir í spil sem byggja á sagnfræði. Áhersla er á góða umgengni, góðan hópsanda og fjölbreyttar útfærslur á spilum. Ef að tækifæri gefst þá verða rafrænir leikir einnig prófaðir.
Markmið: Æfing í samvinnu, samskiptum og gagnrýnni hugsun við þær fjölbreyttu aðstæður sem að spilin skapa.
Námsmat: Námsmat byggir á þátttöku, virkni og samstarfi nemenda í tímum.