8. bekkur fimmtudagar haust
9. -10. bekkur fimmtudagar vor
Kennari: Davíð Georgsson
Námslýsing
Byggt verður ofan á þann grunn sem nemendur hafa fengið í badminton í skólaíþróttum. Áhersla lögð á að auka færni nemenda í grunnslögum s.s. forhönd, bakhönd, uppgjöfum, smassi o.s.frv. Nemendur læra reglur bæði í einliða- og tvíliðaleik. Stefnt er að því að fara í heimsókn til Tennis-og Badmintonfélags Reykjavíkur þar sem góðir þjálfarar myndu taka á móti okkur. Verklegar kennslustundir fara fram í Íþróttahúsi Seljaskóla.
Markmið
· að nemendur læri leikreglur.
· að nemendur bæti tækni og leikskilning.
· að nemendur fái jákvæða upplifun af tímunum.
Námsmat
Ástundun, virkni og vinnubrögð í kennslustundum.