8. bekkur
Mánudagar haust
Kennari: Sandra Ómarsdóttir
Námslýsing
Á þessu námskeiði ætlum við að nýta okkur ýmsar aðferðir leiklistar til að dýpka skilning okkar á okkur sjálfum, mannlegu eðli og samskiptum. Leikur og sköpun munu skipa stóran sess á námskeiðinu og við munum við fara í allskonar æfingar, leiki og spuna. Gert ráð fyrir að nemandi standi upp, hreyfi sig og taki þátt í öllum tímum. Unnið verður með æfingar sem þjálfa hugmyndaflug, frumkvæði, einbeitingu, samskipti, samvinnu, framkomu og tillitssemi við aðra. Í gegnum námskeiðið er unnið að því að byggja upp sjálfstraust og öryggi nemenda til að standa á sviði fyrir framan hóp og tjá sig með söng, leik, orðum og/eða hreyfingu. Söngleikir er kynntir fyrir nemendum og fá þeir tækifæri á því að setja upp leikþætti úr söngleikjum á námskeiðinu.
Markmið
að nemendur þjálfist í:
● framsögn, raddbeitingu og vinnu með líkamann
● að koma fram fyrir aðra
● skapandi samvinnu þar sem taka þarf tillit til annarra
Námsmat
Byggir á ástundun, frammistöðu í tímum og verkefnaúrlausnum.