8. og 9. bekkur
Fimmtudagar haust og vor
Kennari: Emilía Magnúsdóttir
Námslýsing
Námið er hugsað fyrir þá sem hafa áhuga og ánægju af hreyfingu og útivist. Byrjað verður á styttri gönguferðum í nágrenninu og í framhaldi farið lengri ferðir. Rætt verður um áhrif hreyfingar á andlega og líkamlega heilsu. Farið verður yfir helstu þætti útivistar s.s. klæðnað, næringu og annan útbúnað.
Markmið
að nemendur:
· kynnist mikilvægi hreyfingar og góðrar næringar
· auki þol sitt og þrek
· þekki helsta útbúnað til útivistar og læri skipulag ferða
Námsmat
Þátttaka og virkni í tímum.