Spjaldtölvur eru ávallt notaðar í samráði við kennara í kennslustundum.
Spjaldtölvan er vinnutæki.
Kennari getur fylgst með tækjanotkun nemanda í tímum.
Brjóti nemandi þessar reglur sem og aðrar skólareglur er ávallt haft samband við foreldra og málinu vísað til stjórnenda. Kópavogsbær á Ipadana og því má taka hann af viðkomandi ef ekki er farið eftir fyrirmælum.
Nemendur koma með spjaldtölvur lokaðar í upphafi kennslustunda og spjaldtölvan þarf að vera fullhlaðin við upphaf skóladags.
Kennarar stýra því sem nemendur fást við í spjaldtölvunni.
Nemendur hafa spjaldtölvur lokaðar á meðan þeir fara á milli rýma.
Engar spjaldtölvur í matsal.
Matskvarði