Markmið
Megintilgangur náms og kennslu samfélagsgreina felst í að þroska hæfni nemenda til að skilja sjálfan sig og aðra, að eiga innihaldsrík samskipti við aðra, skilja og skynja veruleikann, umhverfið, samfélagið, söguna og menninguna. Nemendum er ætlað að öðlast hæfni í að mynda og þróa ný tengsl með því að virkja þá til þátttöku í samfélaginu, tileinka sér þau gildi og reglur sem þar ríkja og öðlast skilning á þeim hugmyndum og hugsjónum sem liggja til grundvallar viðhorfum okkar til umhverfis, auðlinda, menningar og sögu. Samfélagsgreinum er einnig ætlað að gera nemendum kleift að nálgast samfélagsleg og siðferðileg álitamál með ígrundun og samræðu þar sem afstaða þeirra mótast af rökum og virkri hlustun á ólík sjónarmið.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Á vefnum er námsefni og tenglar í efni sem hægt er að styðjast við í kennslu í stafrænni borgaravitund. Námsefnið er flokkað í sex námsstoðir.
Menntun í stafrænni borgaravitund miðar að því að styrkja börn og ungmenni með því að kenna þeim þá hæfni og þekkingu sem þau þurfa til að læra og taka virkan þátt í hinu stafræna samfélagi nútímans.