Umsjónarkennarar: Andri Þór Lefever, Berglind Hulda Theodórsdóttir og Kara Rún Árnadóttir.
Bylgja Björnsdóttir og Hera Thai Ha Nguyen eru einnig hluti af 8. bekkjarteyminu.
List- og verkgreinakennarar eru: Andri Þór Lefever, Arndís Sara Gunnarsdóttir, Berglind Anna Sigurðardóttir, Hreiðar Oddsson, Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir og Þórhildur Stefánsdóttir.
Íþróttir og sund: Kara Rún Árnadóttir, Sverrir Andrésson, Hanna Bára Kristinsdóttir og Hákon Hermannsson.
Skóli hefst kl. 08:30 á unglingastigi.
Flestir tímar 60 mínútur, nema umsjón 40 mín.
Stuttar frímínútur eftir hvern tíma. Nemendur borða nesti sitt í matsal.
Nemendur á unglingastigi fá að vera inni í frímínútum ef hegðun er góð.
Matur er frá kl. 12:00-12:30.
Á unglingastigi fara nemendur á milli stofa því hver kennari/námsgrein er með eigin stofu.
Nemendur geta ekki geymt námsgögn í heimastofu en geta fengið læsta skápa.
Farsímanotkun er ekki leyfð í kennslustundum.
Símar skulu hafðir í tösku meðan á kennslustundum stendur og eiga ekki að sjást uppi við.
Kennari má (skv. Persónuvernd) taka símann af nemenda og geyma í kennslustofunni meðan á tíma stendur. Nemandi fær síðan símann í lok kennslustundar.
Foreldrar geta skoðað bekkjarrými í gegnum aðgang barna sinna.
Stundvísi er mikilvæg
Tilkynna forföll strax á morgnana
Ef nemendur koma 15 mínútum of seint í kennslustund er skráð fjarvist
Athuga ef veikindi standa yfir fleiri en einn dag ber að að tilkynna það á hverjum degi
Hvetjum alla til að sækja Mentorappið
Tilkynningar berast í gegnum app en ekki heimasíðu
Ritari sendir hálfsmánaðarlega yfirlit úr Mentor
Mikilvægt að nemendur fari ekki inn á lykilorði foreldra
Foreldrar fylgist með ástundun nemenda og hafi innan hálfs mánaðar samband við umsjónarkennara ef skráning er ekki rétt.
Hver og einn kennari skráir inn heimavinnu og verkefnaskil á Mentor.is.
Heimavinna er skráð á þann dag sem á að skila.
Mikilvægt að nemendur lesi heima ef það er sett fyrir.
Nemendur og foreldrar þurfa að fylgjast með mentor á hverjum degi, undir dagatali.
Ef þarf að sækja um leyfi fyrir nemanda þá skal notast við eyðublað sem er á vef skólans undir Þjónusta: http://lsk.kopavogur.is/alfholsskoli/wp-content/uploads/sites/5/2017/11/Umsokn_for_um_leyfi_f_barn_.pdf
Foreldrar eru ábyrgir fyrir því að barnið/börnin munu sinna námi sínu með hjálp foreldra samkvæmt stundaskrá á meðan á leyfinu stendur.