Umsjónarkennarar: Edda Rut Þorvaldsdóttir, Margrét Ósk Marinósdóttir og Harpa Sif Hreinsdóttir
Ólöf Sigurðardóttir og María Björk Bjarnadóttir sérdeild
Ingibjörg Ólafía Ólafsdóttir - myndmennt
Árni Jónsson - smíði
Berglind Sigurðardóttir - textíll
Bettý Snæfeld Sigurðardóttir - heimilisfræði
Arndís Sara Gunnarsdóttir - Sviðslistir
Hanna Bára Kristinsdóttir - sund
Hákon Hermannsson Bridde, Ásgeir Marteinsson og Sverrir Andrésson - íþróttir og sund
Nemendur þurfa að lesa a.m.k. 20 mínútur í senn, 5x í viku að lágmarki.
Forráðamenn þurfa að kvitta fyrir lestur í að minnsta 5 sinnum í viku.
Farið verður yfir heimalestrarhefti alla mánudaga.
Verkefni sem klárast ekki í skólanum eru kláruð heima.
Heimalestri (kvittunarbók) er skilað á mánudegi.
Stök verkefni.
Heimavinna er skráð inn á Mentor.
Einkunnaafhending er aðeins að vori
Unnið út frá hæfniviðmiðum
Einstaklingsmiðað námsmat
Verkefnabækur
Munnleg próf
Stuttar kannanir
Skrifleg próf
Símat á virkni og vinnusemi nemenda
Frammistöðumat á Mentor
Heimavinna
Foreldrar fylgist með heimanámi og ástundun nemenda og hafi samband við umsjónarkennara ef skráning er ekki rétt, t.d. fjarvist í stað leyfis.
Kennsluáætlanir eru birtar foreldrum á Mentor.
Ef nemendur koma 15 mínútum of seint í kennslustund er skráð fjarvist.
Heimanám skráð á Mentor (finnið það undir dagatal).
Til að sjá heimavinnu komandi viku þarf að velja viku fram í tímann á heimavinnuáætlun.
Ef leyfi er skráð á nemanda verður hann þó samt að vinna þá vinnu sem sett er fyrir.
Á hverjum föstudegi sendum við kennarar frá okkur föstudagspóst þar sem farið er yfir það sem átti sér stað í vikunni og mikilvægar upplýsingar fyrir komandi viku.
Stundvísi er mikilvæg.
Tilkynna forföll strax á morgnana, hringja í ritara skólans sem kemur skilaboðum til viðkomandi kennara.
Forföll skal tilkynna daglega.
Umsjónarkennari getur einungis gefið leyfi ef leyfi þarf í einn dag. Ef sækja þarf um leyfi lengur en einn dag þarf að gera það í gegnum heimasíðu skólans.
Afmæli - Allur umsjónarhópurinn eða allir strákar eða allar stelpur í umsjónarhópnum.
Facebook síða skólans – Álfhólsskóli
Facebook síða árgangsins
Farsímar eru ekki leyfðir á miðstigi. Nemendur sem koma með síma í skólann þurfa að hafa slökkt á honum í skólatösku.
Ef það þarf að ná í nemanda þá er best að hringja á skrifstofu skólans og fá samband við kennara.
A Framúrskarandi hæfni
Ef hæfnikortið er allt (eða næstum allt) blátt (framúrskarandi) hefur nemandinn náð framúrskarandi tökum á þeirri hæfni sem ætlast er til að hann búi yfir í lok annar miðað við jafningja og eigin forsendur. Athugið að nemandi með frammúrskarndi hæfni getur ekki verið með rautt, gult né fjólublátt í kortinu sínu. Samantekt á hæfni nemandans er þá “A” eða framúrskarandi hæfni auk umsagnar þar sem það á við.
B+ Mjög góð hæfni
Ef hæfnikortið er grænt (hæfni náð) og blátt (framúrskarandi) hefur nemandi náð mjög góðum tökum á þeirri hæfni sem er ætlast til að hann búi yfir í lok annar miðað við jafnaldra og eigin forsendur, auk þess sem hann hefur sýnt fram á framúrskarandi hæfni á einhverjum sviðum. Nemandi með B+ getur almennt ekki verið með rautt (hæfni ekki náð) eða gult (þarfnast þjálfunar) í kortinu sínu. Samantekt á hæfni nemands er þá “B+” eða frammúrskarandi hæfni ásamt umsögn þar sem það á við.
B Hæfni náð
Ef mikill meirihluti hæfnikortsins er grænn (hæfni náð) og restin fjólublá (góðri leið) og blá (frammúrskarandi) hefur nemandinn náð tökum á þeirri hæfni sem til er ætlast að hann búi yfir í lok annar miðað við jafningja og eigin forsendur. Nemandi með hæfni náð í lokamati getur almennt ekki verið með rautt viðmið (hæfni ekki náð) í kortinu sínu. Samantekt á hæfni nemandans er þá “B” eða hæfni náð ásamt uppbyggilegri umsögn þar sem það á við.
C+ Á góðri leið
Ef meirihluti hæfnikortsins er blanda af gulum (þarfnast þjálfunar) og grænum (hæfni náð) eða ef meirihlutinn er fjólublár (á góðri leið), er nemandinn á góðri leið með að ná tökum á þeirri hæfni sem ætlast er til að hann búi yfir í lok annar miðað við jafningja og eigin forsendur. Athugið að nemandi sem fær C+ er ekki með mikið rautt í kortinu sínu. Samantekt á hæfni nemandans er þá “C+”eða hæfnitáknið á góðri leið og svo uppbyggileg umsögn um stöðu nemandans í námsgreininni eftir þörfum.
C Þarfnast þjálfunar
Ef meirihluti hæfnikortsins er gult (þarfnast þjálfunar) eða gult og rautt (hæfni ekki náð), hefur nemandinn náð tökum á hluta af þeirri hæfni sem ætlast er til að hann búi yfir í lok annar miðað við jafningja og eigin forsendur en þarfnast þjálfunar á ákveðnum sviðum. Kortið getur verið blanda af gulu, rauðu, fjólubláu, grænu og jafnvel bláu (minnihluta grænt og blátt).
Samantekt á hæfni ætti í þessum tilfellum að vera “C” eða hæfnitáknið þarfnast þjálfunar og svo uppbyggileg umsögn um stöðu nemandans eftir þörfum.
D Hæfni ekki náð
Ef öll hæfniviðmiðin er með rauða hæfnitákninu: “Hæfni er ekki náð” hefur nemandinn ekki náð tökum á þeirri hæfni sem ætlast er til að hann búi yfir í lok annar miðað við jafningja og eigin forsendur. Þegar kemur að því að skrá lokamat þarf að hafa í huga hvað veldur því að viðkomandi nemandi náði ekki hæfninni. Hér skráum við autt með útskýringu á því hvers vegna nemandinn uppfyllti ekki námskröfur. Mat sem þetta ætti aldrei að koma foreldrum né nemanda á óvart að vori. Kennari ætti að hafa átt leiðbeinandi samtal við nemenda og foreldra um námsframvinduna.