Markmið
Nemandi getur sýnt fram á gott þol í hlaupi. Sýnt góðan styrk og stöðugleika í mismunandi vöðvahópum og góða samhæfingu, liðleika, leikni og úthald í æfingum. Útskýrt vel leikreglur í hópíþrótt og einstaklingsíþrótt og fylgt þeim. Gert góða grein fyrir gildi heilbrigðs lífernis fyrir starfsemi líkamans og unnið með langtímamarkmið í heilsurækt. Tengt vel hlutverk taugakerfis, hjarta, blóðrásar og lungna við líkamlega áreynslu. Útskýrt og tileinkað sér vel öryggis- og skipulagsreglur sundstaða. Framkvæmt vel allar sundaðferðir og hefur gott þol í 300 metra sundi. Framkvæmt, útskýrt og beitt helstu grunnatriðum skyndihjálpar og framkvæmt björgun úr vatni. Synt 12 m björgunarsund með jafningja.
(Aðalnámskrá grunnskóla)