Markmið
Megintilgangur náms og kennslu í stærðfræði er að nemandi getur beitt hugtökum sem eru einkennandi fyrir stærðfræðina í daglegu lífi, rætt lausnir sínar og tjáð sig um þær. Beitt hlutbundnum gögnum við lausnir verkefna. Tekið þátt í að þróa hentugar aðferðir við lausnir verkefna. Beitt ólíkum reikniaðgerðum og nýtt sér tengsl þeirra við útreikninga og mat á þeim. Unnið með mynstur og leyst jöfnur og ójöfnur. Notað bókstafi fyrir óþekktar stærðir og nýtt sér reglur algebrunnar við reikning. Beitt á fjölbreyttan hátt undirstöðuhugtökum rúmfræðinnar. Teiknað, greint og skapað rúmfræðilega hluti. Sýnt fram á að hafa náð tökum á mælingum og mælieiningum. Safnað upplýsingum og framkvæmt tölfræðirannsóknir einn og í samvinnu við aðra, sett þær fram á myndrænan hátt og útskýrt niðurstöður sínar.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Kennsluhættir og námsmat stærðfræðarinnar grundvallast á hæfniviðmiðum í stærðfræði.
Hæfniviðmið eru metin út frá verkefnum og ástundun með hæfnitáknum jafnt og þétt yfir skólaárið.
Notast er við fjölbreyttar námsmatsaðferðir; kennaramat, athuganir í kennslustundum, nemendur vinna að ýmsum verkefnum yfir skólaárið, einstaklingslega og í hóp, í kennslustundum og heima. Námsmat birtist nemendum jafnóðum á Mentor.
Til þess að standast námskröfur er brýnt að nemendur sinni verkefnum sínum vel, skili þeim á réttum tíma og taki virkan þátt í kennslustundum.
Að vori er hæfni nemandans í stærðfræði tekin saman í eina einkunn (bókstaf).
Hæfniviðmið
A, B+, B, C+ og C kvarði