Markmið
Megintilgangur náms og kennslu er að nemandi getur notað hugtök náttúruvísinda á skýran hátt við verkefnavinnu, lesið sér til, greint frá og útskýrt með skýrum hætti náttúruvísindatexta og -myndefni. Framkvæmt athuganir og tilraunir á öruggan hátt, nýtt niðurstöður til skipulegrar framsetningar á tölulegum gögnum og mælingum. Sagt á skýran hátt frá niðurstöðum sem tengjast náttúruvísindum og tengt við tækniþróun og daglegt líf fólks. Lýst samspili ólíkra þátta í náttúrunni og þörfum lífvera í ólíkum vistkerfum. Gert grein fyrir áhrifum mannsins á náttúruna. Greint málefni sem tengjast umhverfinu, náttúruvernd og loftslagsbreytingum, rætt áhrif þeirra á lífsgæði og náttúru, rætt eigin lífssýn í tengslum við umhverfismál og skipulagt einfaldar aðgerðir til úrbóta. Aflað sér helstu upplýsinga um einkenni lífvera og fjölbreytileika og gert grein fyrir þeim. Rætt af virðingu um heilsu og kynheilbrigði út frá þekkingu á líkama mannsins. Útskýrt uppbyggingu algengra efna og helstu eiginleika þeirra. Rætt dæmi um notagildi efna og tengt við ólíkar aðstæður. Lýst helstu orkuformum og tengt þau við daglegt líf. Framkvæmt athuganir á rafmagni og kröftum á skipulegan hátt og útskýrt. Útskýrt árstíðir á jörðu og birtingarmyndir tunglsins með tilliti til stöðu þeirra í sólkerfinu og hvernig náttúruöfl móta landið.
(Aðalnámskrá grunnskóla)
Hæfniviðmið metin
Leiðsagnarmat
Kennaramat
Kannanir
Virkni
Vinnubók
Verkefni
Kvarðinn sem gefið er í er A, B+,B,C+ og C
Matsviðmið í 5. bekk sjá hér