í 10 bekk er leiðsagnarmat og fá nemendur stöðugt leiðsögn og mat i kennslustundum ásamt því að fá að skila inn ferilmöppunni þrisvar. Í hvert skipti sem möppunni er skilað er nemendum gefið námsmat inn á Mentor ásamt því að fá skráða athugasemd inn á möppuna inn á Google Classrom með ábendingu um hvað sé vel gert og hvað mætti betur fara. Þannig hafa nemendur tækifæri til þess að bæta árangur sinn og frammistöðu jafnt og þétt.
Skiladagur1: 17. nóvember
Skiladagur 2: 3. febrúar
Skiladagur 3: 11 .amí
Ferilmappa og verkefni eru metin bæði eftir hæfniviðmiðum hverrar námsgreinar ásamt því að vera metin eftir matsviðmiðum. Hér fyrir neðan er texti um matsviðmiðin og útskýring á því hvernig námsmati við brautskráningu í 10. bekk í list- og verkgreinum skal háttað samkæmt lögum.
Matsviðmið eru sett fram fyrir allar námsgreinar og námsvið við lok 4., 7., og 10. bekkjar og eru þau lýsing á hversu vel nemandi hefur skilgreina hæfni á valdi sínu. Skólum ber að setja matsviðmið fyrir námsgreinar og námssvið annarra árganga og gera grein fyrir þeim í skólanámskrá.
Matviðmið eru birt á A-D matsvkarða.
A lýsir framúrskarandi hæfni,
B lýsir góðri hæfni
C sæmilegri hæfni og
D hæfni sem nær ekki viðmiðum sem lýst er í C.
Gera má ráð fyrir því að þorri nemena nái þeirri hæfni sem tilgrein er í B, hæfni náð, þar sem þau eru byggð á hæfniviðmiðum árgangsins.
A fá þeir sem sýna framúrskarandi hæfni og C þeir sem ekki standast fyllilega þær kröfur sem g erðar eru i B viðmiðum. Ekki er sett viðmið fyrir D en sá vintisburður er notaður þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C viðmiðum. Skóli gerir þá sérstaklega grein fyrir hæfni viðkomandi nemanda.
A-D matskvarða og matsviðmið er skólum skylt að nota við brautskráningu nemenda úr 10. bekk.
A-D matskvarða og matviðmiðum við lok 4. og 7. bekkjar er ætlað að vera leiðbeinandi fyrir skóla og eru einungis sett ram til að styðja við námsmat við lok yngsta stigs og miðstigs.
Matsviðmið hvers námstímabils skulu byggð á hæfniviðmiðum og þeim námsmarkmiðum sem unnið hefur verið að. Mestu skiptir að meta í lok námstimabils það sem til er ætlast samkvæmt matsviðmiðum.
Matsniðurstöður þarf að byggja á traustum matsgögnum og fjölbreyttum námsmatsaðferðum til þess að nemendur, foreldrar og skóli fái sem gleggsta upplýsingar um stöðu þeirra.
Sameiginleg matsviðmið eru sett fyrir listgreinar annars vegar og verkgreinar hinsvegar. Gefa skal tvær einkunni vegna list- og verkgreina við útskrif nemenda úr grunnskóla, eina fyrir listgreinar og aðra fyrir verkgreinar. Skólar gera grein fyrir einkunnagjöf annarra árngana í skólanámskrá skólans. (Aðalnámskrá grunnskóla, kafli 21.4)
Nemandi getur sýnt gott frumkvæði og þor, gert tilraunir í listsköpun og valið og beitt mjög vel viðeigandi aðferðum og tækni. Beitt fjölbreyttu formi og stíl til þess að skapa á sjálfstæðan hátt verk byggt á eigin hugmyndum, útskýrt og rökstutt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki. Skapað og túlkað verk með góðri tilfinningu fyrir hrynjandi og blæbrigðum. Lýst, greint og rætt mjög vel inntak eigin verka og annarra, sett í menningarlegt, sögulegt og samfélagslegt samhengi og beitt markvisst orðaforða og hugtökum í listum. Gert mjög vel grein fyrir fjölbreyttu hlutverki lista í menningar- og atvinnulífi samfélagsins.
Nemandi getur skipulagt vinnu sína mjög vel og beitt fjölbreyttum aðferðum og tækni í sjálfstæðri og skapandi vinnu. Notað vinnuteikningu eða verklýsingu á sjálfstæðan hátt við nýsköpun og útfærslu eigin hugmynda og unnið af öryggi eftir hönnunarferli og rætt af innsæi og sjálfstæði mögulegar lausnir. Greint og rætt viðfangsefni sitt á gagnrýninn hátt með rökstuðningi og notað til þess viðeigandi hugtök. Valið af öryggi og sjálfstæði efni út frá umhverfissjónarmiðum, tengt vinnu sína við sjálfbæra þróun og sýnt það í verki. Greint af nákvæmni frá mismunandi efnum og tækjum sem notuð eru, sýnt af öryggi réttar vinnustellingar og mjög góða umgengni. Lýst af nákvæmni einkennum íslenskrar og erlendrar menningar í samhengi við verkgreinar og hvaða áhrif menning hefur á daglegt líf.
(Aðalnámskrá grunnskóla, kafli 21.4.1)
Nemandi getur sýnt frumkvæði og þor, gert tilraunir í listsköpun og valið og beitt viðeigandi aðferðum og tækni. Beitt fjölbreyttu formi og stíl til þess að skapa verk byggt á eigin hugmyndum, útskýrt vinnuferli frá hugmynd að lokaverki. Skapað og túlkað verk með nokkurri tilfinningu fyrir hrynjandi og blæbrigðum. Lýst, greint og rætt inntak eigin verka og annarra, sett í menningarlegt, sögulegt og samfélagslegt samhengi og beitt orðaforða og hugtökum í listum. Gert grein fyrir fjölbreyttu hlutverki lista í menningar- og atvinnulífi samfélagsins.
Nemandi getur skipulagt vinnu sína vel og beitt nokkrum aðferðum og tækni í sjálfstæðri og skapandi vinnu. Notað vinnuteikningu eða verklýsingu við nýsköpun og útfærslu eigin hugmynda, unnið eftir hönnunarferli og rætt af sjálfstæði mögulegar lausnir. Greint og rætt viðfangsefni sitt og notað til þess algeng hugtök. Valið efni af sjálfstæði út frá umhverfissjónarmiðum, tengt vinnu sína við sjálfbæra þróun og sýnt það í verki. Greint frá mismunandi efnum og tækjum sem notuð eru, sýnt réttar vinnustellingar og góða umgengni. Lýst einkennum íslenskrar og erlendrar menningar í samhengi við verkgreinar og hvaða áhrif menning hefur á daglegt líf.
(Aðalnámskrá grunnskóla, kafli 21.4.1.
Nemandi getur sýnt nokkurt frumkvæði og þor, gert tilraunir í listsköpun og valið og á nokkuð öruggan hátt beitt viðeigandi aðferðum og tækni. Beitt sæmilega fjölbreyttu formi og stíl til þess að skapa verk byggt á eigin hugmyndum, útskýrt að nokkru leyti vinnuferli frá hugmynd að lokaverki. Skapað og túlkað að vissu marki blæbrigði verka. Sagt frá inntaki eigin verka og annarra, sett að einhverju leyti í menningarlegt, sögulegt og samfélagslegt samhengi og notað að vissu marki orðaforða og hugtök í listum. Gert að einhverju leyti grein fyrir fjölbreyttu hlutverki lista í menningar- og atvinnulífi samfélagsins.
Nemandi getur skipulagt vinnu sína nokkuð vel og beitt einföldum aðferðum og tækni í sjálfstæðri og skapandi vinnu. Notað vinnuteikningu eða verklýsingu á einfaldan hátt við nýsköpun og útfærslu eigin hugmynda, unnið með leiðsögn eftir hönnunarferli og rætt mögulegar lausnir. Greint og rætt viðfangsefni sitt að nokkru leyti og notað til þess algeng hugtök. Valið með leiðsögn efni út frá umhverfissjónarmiðum, tengt vinnu sína við sjálfbæra þróun og sýnt það í verki. Greint að nokkru leyti frá mismunandi efnum og tækjum sem notuð eru, sýnt að jafnaði réttar vinnustellingar og sæmilega umgengni. Lýst nokkrum einkennum íslenskrar og erlendrar menningar í samhengi við verkgreinar og hvaða áhrif menning hefur á daglegt líf.
(Aðalnámskrá grunnskóla, kafli 21.4.1)