Hreyfimynd: Stop Motion

Kennsluáætlun sem byggir á vinnustofu listamannsins  Leanne Mullen, og vísindamannsins Mark OCallaghan


Í vinnustofunni fræðast þátttakendur um eiginleika vatns, áhrif þess á jarðfræðileg fyrirbæri og loftslag (flæði og form: samspil vatns við mótun Jarðarinnar og að flytja efni). Þá fræðast þátttakendur um hvernig vatnið er vagga lífsins og nauðsyn þess að vernda vatnalífverur og búsvæði þeirra. Fjallað er um ýmsar sögur af vatni og þeim velt upp í mismunandi formum tilrauna.