Hreyfimynd: Stop Motion

Kennsluáætlun sem byggir á vinnustofu listamannsins  Leanne Mullen, og vísindamannsins Mark OCallaghan


Í vinnustofunni fræðast þátttakendur um eiginleika vatns, áhrif þess á jarðfræðileg fyrirbæri og loftslag (flæði og form: samspil vatns við mótun Jarðarinnar og að flytja efni). Þá fræðast þátttakendur um hvernig vatnið er vagga lífsins og nauðsyn þess að vernda vatnalífverur og búsvæði þeirra. Fjallað er um ýmsar sögur af vatni og þeim velt upp í mismunandi formum tilrauna. 

Hæfniviðmið
Í lok vinnustofunnar, þar sem þátttakendur búa til hikmyndir um vatn, öðlast þeir færni í skipulagningu, sköpun and vinnslu efnis á starfænum miðlum. Auk þess mun þátttaka í vinnustofunni ýta undir dýpri skilning á hlutverki og mikilvægi vatnsins á Jörðinni. Nemendur munu geta: 

·       Skilið grundvallarþætti hikmyndagerðar.

·       Þekkt og valið þemu sem tengjast vatni (t.d. hringrás vatnsins, veröldinni neðansjávar og rigningu)

·       Gert tilraunir með mismunandi fasa vatns og annarra efna á meðan á myndbandagerðinni stendur.

·       Útbúið lítið hikmyndaver með því að finna lausnir á því hvernig eigi að stilla upp símum eða myndavélum til að taka myndböndin upp.

·       Búið til hnökralausar hreyfimyndir sem fanga myndaraðir með leikmunum af ýmsum toga.

·       Sýnt sköpunarkraft og frumleika með því að fella einstakar hugmyndir og skapandi þætti inn í hreyfimyndirnar.

·       Sýnt persónulegan stíl og hugmyndaflug í sögumennsku og hönnun.

·       Spjallað um hugmyndafræði og komið boðskap á framfæri með því að útskýra hvernig hikmyndin þeirra miðlar sögu um vatn. Geta útskýrt boðskap sögunnar á bakvið hikmyndina fyrir öðrum.

Kennsluáætlun
Vatn er nauðsynlegt öllu lífi og hefur mismunandi fasa. Það getur ferðast á ýmsa vegu sem gerir það að áhugaverðum og mikilvægum hluta heimsins okkar.

·       Útskýrið og ræðið mismunandi fasa vatns

Vatn á fljótandi formi: Þetta er það sem við hugsum venjulega um þegar við heyrum orðið „vatn“. Það er vatnið sem við drekkum, syndum í, sjáum í stöðuvötnum, ám og höfum. Það getur verið tært eins og í vatnsglasi eða verið gruggugra eins og í tjarnarvatni. Ís: Þegar vatn kólnar mikið breytist það í ís. Ís er vatn á föstu formi. Það er hart og kalt og það er er hægt að skauta á því! Gufa: Þegar vatn verður mjög heitt breytist það í eitthvað sem við sjáum illa. Það heitir þá gufa sem eru örsmáar, ósýnilegar vatnsagnir sem fljóta um í andrúmsloftinu. Þú gætir samt séð gufu þegar þú andar frá þér á köldum degi. 

·       Ræðið ferðamáta vatns

Búið til hugarkort þar sem nemendur fjalla um ólíka flæðiþætti vatns. Ár eru stórir farvegir flæðandi vatns. Þær eiga upptök sín hátt uppi, eins og á fjöllum og streyma síðan niður á við í staði eins og dali og renna að lokum ofan í sjóinn. Þið hafið kannski séð á eða mynd af á sem streymir í gegnum bæinn eða borgina sem þið búið í. Lækir eru smærri útgáfur af ám. Þeir flæða um landið og renna stundum í gegnum skóga og almenningsgarða. Það getur verið gaman að rannsaka læki. Rigning er vatn sem fellur af himnum ofan. Þegar skýin verða þung af vatni sleppa þau frá sér regndropum. Rigningin er nauðsynleg fyrir plöntur og dýr og alla sem þurfa að drekka vatn. Fossar: Stundum þegar á eða lækur rennur í gegnum hæðótt landslag myndast fossar. Pollar: Þegar rignir safnast vatn saman í grunnum holum í jörðinni. Svoleiðis holur kallast pollar. Þið gætuð hafa hoppað í pollum þegar þið eruð úti að leika eftir rigningu. Öldur: Sjórinn er gríðarstórt salvatnshlot og er með öldur sem hreyfa hann. Öldurnar myndast þegar vindurinn blæs á yfirborð sjávar. Það er hægt að fylgjast með ölduhreyfingum af ströndinni.