Hæfniviðmið
Í lok vinnustofunnar munu þátttakendur:
Hafa öðlast skilning á virkni sólarprents í tengslum við vatn með því að hafa búið til sín eigin sólarprent. Auk þess munu þátttakendur hafa þróað með sér færni til að skoða hluti á vísindalegan hátt og með listsköpun. Sólarprent er einfalt ferli. Það byggir á því að járnsöltin tvö járnammóníumsítrat og kalíumferrísýaníð verða næm fyrir útfjólubláu ljósi þegar þeim er blandað saman. Til að fræðast meira um þetta skaltu lesa leiðbeiningarnar um sólarprent.
Skilja sólarprentferlið með því að læra um það, sér í lagi hvernig ljósnæm efni bregðast við þegar þau verða fyrir útfjólubláu ljósi og hið mikilvæga hlutverk sem vatn gegnir við framköllun myndanna.
Hafa öðlast færni til vísindalegrar könnunar með því að nota gagnrýna hugsun og rannsóknir og koma með tilgátur um niðurstöður þess að nota útfjólublátt ljós á sólarprentpappír auk þess að prófa sömu tilgátur.
Hafa náð völdum á listrænni tjáningu með því að kanna listrænu hliðina á sér, raða hlutum í mynstur á sólarprentpappír og að skilja að lokaafurð þess sem fer á pappírinn munu verða einstakar hvítar og bláar myndir sem sýna listræna tjáningu þátttakandans.
Skilja hlutverk vatnsins við framköllun sólarprents. Þátttakendur munu skilja hvernig vatnið virkjar efnasamböndin á pappírnum sem aftur framkallar mynd og hvers vegna rétt skolun og þurrkun myndanna eru lykilatriði í ferlinu.
Öðlast reynslu með því að búa til sólarprentpappír, að raða hlutum í mynstur á pappírinn og leyfa honum að komast í tæri við útfjólublátt ljós, að skola og þerra myndirnar og að meta árangur prentunarferlisins.
Útbúið vinnuaðstöðuna áður en nemendurnir koma inn í vinnustofuna.
Þið þurfið að vinna í ljósi frá volframperu fjarri dagsbirtu þar sem efnasamböndin sem unnið er með eru ljósnæm um leið og þeim hefur verið blandað saman. Þið gætuð límt eitt horn pappírsins niður til þess að hann fjúki ekki. Setjið dagblað eða einhverja hlíf á vinnusvæðið ykkar og einnig eitthvað af prentpappírnum. Verið tilbúin með bakka af vatni fyrir skolunina ásamt þurrkgrind fyrir myndirnar.