Sólarprent

Kennsluáætlun sem byggir á vinnustofu listamannsins Dovile Dagiene, og vísindamannsins Darius Ryliškis

Í vinnustofunni læra þátttakendur að búa til listaverk með sólarprenti. Sólarprent er einföld og þægileg leið til að prenta ljósmyndir og gefur okkur fallega bláa mynd þegar sérstakur ljósnæmur pappír kemst í tæri við ákveðið birtumagn. Í tengslum við þetta sköpunarferli eru vísindalegar staðreyndir um vatn ræddar. 

Hæfniviðmið

Í lok vinnustofunnar munu þátttakendur:

Kennsluáætlun

Útskýrið tengslin á milli hringrásar vatnsins og hringrásar kolefnis.

Útbúið vinnuaðstöðuna áður en nemendurnir koma inn í vinnustofuna.

Þið þurfið að vinna í ljósi frá volframperu fjarri dagsbirtu þar sem efnasamböndin sem unnið er með eru ljósnæm um leið og þeim hefur verið blandað saman. Þið gætuð límt eitt horn pappírsins niður til þess að hann fjúki ekki. Setjið dagblað eða einhverja hlíf á vinnusvæðið ykkar og einnig eitthvað af prentpappírnum. Verið tilbúin með bakka af vatni fyrir skolunina ásamt þurrkgrind fyrir myndirnar.