Samtengingar: Náttúra í dýpt


Kennsluáætlun sem byggir á vinnustofu listamannsins  Þorgerðar Ólafsdóttur,og vísindamannsins Einars Þorleifssonar

Hæfniviðmið
Vinnustofan hvetur til virkrar náttúruskoðunar, listrænnar tjáningar og færni í kortagerð um leið og hún stuðlar að aukinni virðingu fyrir líffjölbreytileika og lífheiminum. Hún býr til gangvirkar og skapandi aðferðir fyrir börn að tengjast umhverfinu og þroska þörf til að vilja vernda náttúruna. Í lok vinnustofunnar munu nemendur geta:


Kennsluáætlun

Örlítið upphaf: Svo gerðist eitthvað ótrúlegt. Pinkulitlir hlutir, svo litlir að þeir sjást ekki með berum augum, fóru að birtast. Þetta voru fyrstu lífverurnar: örverurnar. Þær voru frumkvöðlar lífsins á Jörðinni. 

Hlutirnir urðu flóknari:  Örverurnar fóru að breytast og þróast á mjög, mjög löngum tíma. Sumar urðu aðeins flóknari og fóru að mynda einfaldar frumur. Þær lærðu að vinna saman og urðu fyrstu pinkulitlu plönturnar og dýrin. 

Risaeðlur og fleira: Milljónir ára liðu og lífið hélt áfram að þróast. Risavaxnar verur eins og risaeðlur bjuggu á Jörðinni. Það voru líka mögnuð og undarleg dýr í sjónum og allskonar pöddur og plöntur á landi. 

Spendýr og mannfólk: Svo fyrir um 65 milljón árum síðan gerðist eitthvað mikið. Risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu en aðrar verur eins og spendýr fóru að þrífast. Eftir því sem tíminn leið fóru spendýrin að verða sífellt flóknari verur og að lokum komu manneskjur eins og við til sögunnar. 

Breytingin heldur áfram: Lífið heldur áfram að breytast og þróast. Manneskjurnar lærðu að byggja borgir, skapa listaverk og kanna heiminn. Við höfum líka lært um ótrúlegan fjölbreytileika lífsins á plánetunni okkar, allt frá pinkulitlum pöddum og upp í risastóra hvali. 

Að vernda plánetuna okkar: Í dag vitum við að allt líf á Jörðinni er samtengt og að við berum ábyrgð á því að passa upp á plánetuna og allt sem á henni lifir. Við þurfum að sjá til þess að sagan ótrúlega um lífið á Jörðinnni haldi áfram í langan, langan tíma í viðbót. Lífið á Jörðinni hefur þróast í milljónir ára, frá pinkulitlum örverum yfir í ótrúlega fjölbreyttar jurtir, dýr og manneskjurnar sem við sjáum í dag. Þetta er stórkostlegt ævintýri sem er enn í gangi!