Leir og mór
Verkefni sem byggir á listasmiðju með listamanninum  Penelope Lancey, og vísindamanninum dr. Kate Flood 

Í þessari vinnustofu er hvatt til listrænnar sköpunar, vísindalegra rannsókna og skilnings á samtengingu jarðlaga og lífsins í jarðveginum. Hún veitir tækifæri til að vinna á skapandi hátt með lífheiminn um leið og hún eflir umhverfisvitund og vilja til náttúruverndar. 

Hæfniviðmið


Í lok vinnustofunnar munu nemendur geta: 

Hringrás næringarefna: Jarðvegur er náttúruleg geymsla næringarefna sem plöntur þurfa til að vaxa og dafna. Hann miðlar næringarefnum þar sem lífrænt efni og rotnandi efni brotnar niður og sleppir næringarefnum aftur í jarðveginn. Þetta ferli tryggir að efni sem eru plöntum nauðsynleg séu til staðar sem aftur stuðlar að sjálfbærum landbúnaði og minnkar þörfina á tilbúnum áburði. 

Vatnabúskapur: Heilbrigður jarðvegur hefur góða vatnsheldni sem gerir honum kleift að taka í sig og halda vatni. Þetta hjálpar til við að stjórna rennsli og varnar rofi og flóðum. Jarðvegur er líka náttúruleg sía sem hreinsar vatn þegar það sígur í gegnum jarðlögin og dregur þannig úr hættu á grunnvatnsmengun og mengun vatnshlota í nágrenninu. 

Stuðningur við líffjölbreytileika: Jarðvegurinn er heimili ótrúlega fjölbreyttra lífvera, þ.m.t. baktería, sveppa, padda, ánamaðka og annarra örvera. Líffjölbreytileikinn stuðlar að heildarheilbrigði og frjósemi jarðvegarins. Hann hjálpar við niðurbrot á lífrænu efni, bætir jarðvegsbyggingu, heldur meindýrum og sjúkdómum í skefjum og eykur aðgengi að næringarefnum en allt þetta er mikilvægt í sjálfbærum landbúnaði. 

Kolefnisbinding: Jarðvegurinn gegnir mikilvægu hlutverki í kolefnisbindingu, sem hjálpar okkur að draga úr loftslagsbreytingum. Plöntur taka koltvísýring úr loftinu í gegnum ljóstillífun og hluti þess kolefnis fæst í jarðveginn sem lífrænt efni. Þetta ferli kallast kolefnisbinding og hjálpar til við að minnka hlutfall koltvísýrings í andrúmsloftinu, eiginlega náttúruleg kolefnisgeymsla. 

Stöðugleiki vistkerfa: Jarðvegurinn er grunnur allra vistkerfa á landi. Hann veitir rótum plantna stuðning og festir gróðurinn. Heilbrigður jarðvegur hjálpar að viðhalda jafnvægi í vistkerfinu emð því að minnka líkurnar á rofi og að næringarefni skolist í burtu og stuðlar þannig að meiri vexti hjá plöntum. Hann hefur líka ýmsa vistfræðilega virkni þ.m.t. hringrás næringarefna, vatnshreinsun og viðheldur sjálfbærni vistkerfa í heild sinni. 

 Varðveisla og viðhald jarðvegsheilsu skiptir sköpum fyrir sjálfbærni þegar til lengri tíma er litið. Starfshættir eins og lífræn ræktun, bændaskógrækt, verndunarjarðrækt, jarðgerð og rofvarnarstjórnun hjálpa til við að halda jarðveginum frjósömum, minnka rof og auka getu jarðvegarins til að viðhalda sjálfbærum landbúnaði og vistkerfum. 

Bakteríur og sveppir: Bakteríur og sveppir eru aðal niðurbrotsverurnar í jarðveginum. Þau brjóta niður lífrænt efni, s.s. dautt plöntuefni og dýraúrgang, í einfaldari efnasambönd sem gefa frá sér næringarefni sem eru nauðsynleg fyrir plöntur. Þau gegna líka mikilvægu hlutverki í því að bæla niður sjúkdóma með því að keppa við skaðlega sýkla. 

Frumdýr: Frumdýr eru örverur sem lifa á bakteríum, sveppum og öðru lífrænu efni í jarðveginum. Þau hjálpa til við að halda stofnum baktería og sveppa í skefjum og úrgangsefnin úr þeim bætast inn í hringrás næringarefna. 

Þráðormar: Þráðormar eru litlir ormar sem minna á þráð eins og nafnið gefur til kynna. Þráðorma má flokka í nokkra hópa eftir fæðuvali. Sumir þráðormar eru rándýr og lifa á bakteríum, sveppum eða öðrum þráðormum og hjálpa því til við að halda stofnstærðum í lagi. Aðrir þráðormar lifa á sýklum á plöntum og eru því afar gagnlegir. Á hinn bóginn eru svo til þráðormar sem eru skaðlegir plöntum og geta valdið skemmdum á uppskeru. 

Ánamaðkar: Ánamaðkar eru mjög gagnlegir fyrir jarðvegsheilsu. Þeir grafa sig í gegnum jarðveginn og bæta þannig uppbyggingu hans ásamt því að bæta loftun og vatnsíferð. Ánamaðkar borða lífrænt efni og hjálpa til við niðurbrot. Þeir kúka líka næringarríku efni sem eykur frjósemi jarðvegarins. 

Pöddur og liðdýr: Pöddur og líðdýr sem búa í jarðveginum stuðla að hringrás næringarefna, niðurbroti lífræns efnis og bættri uppbyggingu jarðvegarins. Dæmi um þessar verur eru bjöllur, stökkmor, mítlar og maurar. Þessar lífverur gegna ýmsum hlutverkum s.s. að borða lífrænt efni, hjálpa til við niðurbrot og stuðla að loftun jarðvegarins. 

Plönturætur: Rætur plantna gegna mikilvægu hlutverki í fæðuvef jarðvegarins. Þær losa sykrur og önnur efnasambönd út í jarðveginn sem næra örverur. Á móti aðstoða örverurnar við næringarupptökun plantnanna og vernda þær fyrir sjúkdómum. 


Steypt með gifsi


Yfirborðslagið/svörðurinn: er efsta lag jarðvegarins sem þið sjáið þegar þið mokið í jörðina. Í þessu lagi vaxa plöntur og það er næringarríkt, e.k. vítamín fyrir plöntur. Heilbrigt yfirborðslag er venjulega dökkt og stökkt eins og mylsna af súkkulaðiköku. Þar búa líka ánamaðkarnir og pöddurnar! 

Miðlagið heitir jarðgrunnur og er neðan við yfirborðslagið. Það er ekki jafn næringarríkt og yfirborðslagið og er því ekki jafn gott umhverfi fyrir plöntur. Þetta lag er yfirleitt ljósara á litinn og getur verið harðara og þéttara en efsta lagið. 

Djúplagið is lengst niðri, á botninum og er kallað berggrunnur. Það er eins og harður steinn og er traustur grunnur fyrir hin jarðlögin. Það er mjög hart og það er erfitt að grafa sig í gegnum það. Rætur plantna ná t.d. ekki í gegnum það af því það er svo hart og seigt.