Vatns hringrásir

Kennsluáætlun sem byggir á vinnustofu listamannsins  Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og líffræðingsins Mariana Tamayo 


Í vinnustofunni tvinnast listræn- og vísindaleg hugsun saman á meðan þátttakendur velta fyrir sér og vinna með hlutverk vatnsins. 


Vatn er allsstaðar. Það safnast upp í lífrænu- og ólífrænu efni og hefur áhrif á ferla og lífið allt í kringum okkur.  Vatnið í Grasagarði Reykjavíkur og nánasta umhverfi hans var skoðað og prófað í tengslum við líffjölbreytileika og list í þessari vinnustofu. Þátttakendur í henni fóru í hæglætisferðalag um Laugardalinn. 

Hæfniviðmið

Í lok vinnustofunnar þar sem áherslan er á hringrás vatnsins munu þátttakendur:

Kennsluáætlun

Nemendur fylgjast með og kanna hreyfingu vatnsins á mismunandi stigum hringrásar þess og velta fyrir sér hvað knýr hringrásina áfram. 

Útskýrið hugtakið: „hringrás vatnsins“

Hringrás vatnsins er eins og stórt og óendanlegt ævintýri. Það snýst um hvernig vatnið ferðast um plánetuna okkar frá himni til jarðar og aftur til baka. Hringrás vatnsins samanstendur af:

Uppgufun: Þetta hefst allt þegar heitir og bjartir geislar sólarinnar skína á vatnið í stöðuvötnum, ám og jafnvel pollum. Þegar þetta gerist hitnar vatnið svo mikið að breytist í gufu sem svífur upp í loftið, rétt eins og gufan sem við sjáum koma upp úr heitri súpu. 

Þétting: Ímyndið ykkur þessa agnarsmáu gufudropa fljóta upp í himininn. Þar er kaldara og gufan þéttist og myndar agnarlitla vatnsdropa. Þeir eru svo litlir að þeir mynda skýin. Þannig að skýin eru í raun og veru bara fullt af pinkulitlum dropum að kúra sig saman.

Úrkoma: Þegar agnarlitlu skýjadroparnir sameinast og verða nógu þungir byrja þeir að falla til jarðar sem rigning, snjór, slydda eða haglél. Þetta köllum við úrkomu. Það er eins og skýin séu að gefa okkur að drekka eða að skvetta á okkur vatni ofan frá.

 Vatnssöfnun: Rigning og snjór hverfa ekki bara sisona heldur fara í ár, stöðuvötn, höf og jafnvel ofan í jörðina. Það er á þessum stöðum sem plöntur og dýr komast í vatnið. Allt þetta vatn safnast fyrir á mismunandi stöðum og myndar stór og mikil vatnshlot.

 Útgufun: Fyrir utan rigninguna þjóna plöntur ákveðnu hlutverki í hringrás vatnsins. Þær taka vatn upp úr jörðinni í gegnum rótakerfi sitt og losa út í andrúmsloftið í gegnum örsmá göt í laufblöðunum. Þetta ferli er kallað útgufun og bætir enn meiri vatnsgufu upp í himininn. 

Endurtekning: Og svona heldur hringrásin áfram. Sólin heldur áfram að skína sem lætur meira vatn gufa upp og ævintýrið byrjar aftur.

Mundu því að hringrás vatnsins er eins og stór hringur þar sem vatnið ferðast stöðugt frá jörðu til himins og aftur til baka. Svona fáum við drykkjarvatnið okkar og þetta er það sem heldur vatninu á Jörðinni stöðugu og hreinu. Viðverutími vatns er langur: vatnsdropi dvelur meira en 3000 árum í sjónum áður en hann endar í vatnsglasinu okkar!

Búið til ZINE-bæklinga úr A3 pappír 

 

Leitið að vatni í mismunandi fösum í nærumhverfinu og notið ZINE-bæklingana til að skrásetja það sem þið finnið. Ræðið hvaða áhrif vatn hefur á okkur. Útskýrið hvernig við getum notað skilningarvitin í þessari æfingu. 

Ef þið eruð með eldri nemendur getur verið gagnlegt að nota vatnshringrásareyðublaðið til að safna þessari nýju þekkingu saman á einn stað. 

Notið mismunandi skilningarvit og skráið upplifunina í ZINE-bæklinginn. Með þessum þemum er hægt að skapa augnablik núvitundar í gegnum hlustun, lykt, öndun og drykkju. Biðjið nemendur ykkar að finna nýjar leiðir til að kanna vatnið í nærumhverfinu. Hvetjið til skapandi skrifa og teikninga sem tengjast vatni.

Prófið að liggja undir tré í rigningu og teikna það sem þið sjáið.

Vinnið með þátttökulist og samfélagstengda list með gjörningum, ferla- og þátttökuvinnu. Skoðið hreyfingu íss sem er innblásin af Francis Alÿs. Hvernig breytist ísinn? Skoðið hvernig ísinn breytist á mismunandi yfirborði. Skráið tilraunirnar. Spjallið um hvernig vatnið síast í gegnum mismunandi undirlög, s.s. malbik, viðarkurl, jarðveg og í gegnum jarðveg pottaplantna.

Skapið verk með náttúrulegum efnum í bland við pappír, blýanta og vatn. Leiðið hugann að því hvernig mismunandi efni hvarfast við vatn. Ræðið um vatnið í sólkerfinu – t.d. hringi Satúrnusar. Reynið að tengja við vatn nær og fjær okkur. Vatnssíun og líffjölbreytileika í borgum – hreyfingu vatnsins í borgarumhverfinu. Hvernig líffjölbreytileiki og grænir innviðir geta hjálpað okkur að stýra yfirborðsvatni. Vatnssíun á mismunandi yfirborði – síun á malbiki, í viðarkurli, jarðvegi og í jarðvegi pottaplantna.