Vatns hringrásir

Kennsluáætlun sem byggir á vinnustofu listamannsins  Gunndísar Ýrar Finnbogadóttur og líffræðingsins Mariana Tamayo 


Í vinnustofunni tvinnast listræn- og vísindaleg hugsun saman á meðan þátttakendur velta fyrir sér og vinna með hlutverk vatnsins. 


Vatn er allsstaðar. Það safnast upp í lífrænu- og ólífrænu efni og hefur áhrif á ferla og lífið allt í kringum okkur.  Vatnið í Grasagarði Reykjavíkur og nánasta umhverfi hans var skoðað og prófað í tengslum við líffjölbreytileika og list í þessari vinnustofu. Þátttakendur í henni fóru í hæglætisferðalag um Laugardalinn.