Lífsvefurinn

Kennsluáætlun sem byggir á vinnustofu listamannsins Greta Kardi, og vísindamannsins Darius Ryliškis

Hæfniviðmið

Vinnustofan miðar að því að nemendur þroski með sér ábyrgðartilfinningu gagnvart umhverfinu og að þeir muni skuldbinda sig til að huga að líffjölbreytileika og lífsvefnum í gegnum „landlist“ og samfélagslega virkni. Í lok vinnustofunnar munu þátttakendur geta:

Kennsluáætlun

Við getum ímyndað okkur heiminn sem stórt og mikið púsluspil og að allt sem lifir, s.s. fuglar, lauf og ánamaðkar séu bitar í þessu púsli. Nú skulum við athuga hvernig þetta passar allt saman:

Lauf eru eins og sólarsellur plöntuheimsins. Þau nota sólarljós til að búa til mat fyrir plöntuna með ferli sem kallast ljóstillífun. Þessi matseld er afar mikilvæg vegna þess að hún býr til orku, ekki einungis handa plöntunni heldur handa mörgum lífverum, þ.m.t. pöddum og öðrum dýrum. Laufin losa líka súrefni, sem við þörfnumst til að geta andað, út í andrúmsloftið. Þannig mætti segja að laufin séu matreiðslumeistararnir í púsluspilinu – þau búa til mat og súrefni handa öllum.

Ánamaðkar eru örsmáar en öflugar lífverur sem búa neðanjarðar. Þeim finnst gott að borða dauð laufblöð og annað plöntuefni. Þegar þeir maula á þessum hlutum brjóta þeir efnið niður í pinkulitla bita rétt eins og þegar molta er búin til. Þetta hjálpar jarðveginum að verða heilbrigðari og þannig verður hann betri staður fyrir plöntur til að vaxa í. Þannig eru ánamaðkarnir garðyrkjumennirnir í púslinu – þeir sjá um jarðveginn.

Fuglar eru ótrúlegar lífverur sem fljúga um loftin blá og syngja falleg lög. Þeir þurfa að halda sér sterkum og heilbrigðum. Hvað borða þeir? Sumir fuglar borða fræ og ávexti en aðrir pöddur og ánamaðka. Þannig að fuglarnir gegna því hlutverki að hafa hemil á fjölda padda og ánamaðka í umhverfinu. Hér kemur „lífsvefurinn“ inn í myndina: Fuglar borða ánamaðka og stundum pöddurnar sem borða laufin. Laufin eru matur fyrir pöddur og önnur dýr, þar með talið sum þeirra sem fuglarnir borða. Ánamaðkarnir hjálpa til að halda jarðveginum í góðu ástandi fyrir plönturnar sem búa til laufin. Ef einn hluti af púsluspilinu tapast eða fer úr jafnvægi getur það haft áhrif á allt hitt. Þess vegna er mikilvægt að passa upp á náttúruna og gæta þess að allir bitarnir í púsluspilinu passi saman svo lífsvefurinn geti haldið áfram að spinna.