Námslýsing: Íslenska- grunnur er fyrir nemendur sem hafa ekki náð nægjanlega góðum tökum á undirstöðuatriðum íslensku og vilja bæta stöðu sína í faginu. Einnig er þetta valfag ætlað nemendum sem þurfa aðstoð við heimanám í íslensku. Aðaláhersla verður lögð á að þjálfa grunnatriði í málfræði, stafsetningu og önnur hugtök úr námsefni 7. og 8. bekkjar.
Námsmat: Námsmat er símat yfir veturinn og tekur mið af eftirfarandi þáttum: Virkni í kennslustundum, vinnusemi, sjálfstæði og samvinnu. Að jafnaði er heimavinna ekki sett fyrir í þessum valáfanga en unnin verða verkefni í tíma sem gilda til námsmats.
Kennslustundafjöldi: 80 mín, 1 sinni í viku í eina önn.