Námslýsing: Einstaklingsmiðað nám sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum kylfingum. Nemendur sem hafa litla reynslu af golfi fá að kynnast grunnatriðum leiksins og læra helstu höggin svo sem teighögg, járnahögg, vipp og pútt. Reyndari kylfingar fá tækifæri til þess að auka færni sína með fjölbreyttum æfingum og kennslu. Kennt verður í inniaðstöðu Nesklúbbsins á Austurströnd 5. Í aðstöðunni eru golfhermar af fullkomnustu gerð þar sem er hægt að æfa öll möguleg högg ásamt því að spila tugi erlendra golfvalla. Þar er einnig 130 m2 púttflöt sem er notuð til þess að æfa vipp og pútt. Áhersla er lögð á að nemendur hafi fulla einbeitingu í kennslustundum og leggi sig ávallt 100% fram.
Námsmat: Símat þar sem ástundun, virkni og framkoma yfir önnina/veturinn er metin.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.