Námslýsing: Nemendur vinna með ýmsar ólíkar aðferðir í teikningu og málun og gera tilraunir með blandaða tækni. Verkefnin munu byggja á grundvallaratriðum sjónlista; formi, lit, áferð, ljósi og skugga. Nemendum verður gefinn tími til tilrauna og reynt að virkja sköpunargleði þeirra. Jafnframt er listasagan skoðuð til að auka skilning á þróun myndlistar og til innblásturs. Nemendur velja sér tímabil í listasögunni sem þeir kynna sér betur og kynna fyrir samnemendum sínum (hópaverkefni). Ef kostur er á verður farið í vettvangsferð á vinnustofu listamanns eða sýningu.
Kennslugögn: Ýmiss konar pappír,strigi, blýantar, málning, túss og blek.
Námsmat: Verkin verða metin til einkunna sem og virkni nemenda, hugmyndavinnan og ferlið við úrlausn verkefnanna.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.