Námslýsing: Nemendur kynnast vinnu með tinmálma og gera úr þeim nytjahluti og skartgripi sem þeir hanna og útfæra sjálfir. Byrjað verður á því að hanna nytjahlut þar sem nemendur læra að saga út málm og móta. Þegar líður á önnina færum við okkur yfir í skartgripi og gerum meðal annars hring, hálsmen og aðra hluti og lærum að kveikja þá málma saman. Unnið er með ýmis handverkfæri, sagir þjalir hamra og annað sem notað er við málsmíði.
Námsmat: Nemendur eiga að geta beitt fjölbreyttum aðferðum og áhöldum greinarinnar, sýnt vönduð vinnubrögð og frumkvæði í sköpun sinni og unnið eftir vinnuferli frá sköpun til afurðar. Nemendur eiga jafnframt að geta unnið sjálfstætt og tjáð sig um verkefni sín og notað hugtök sem tengjast viðfangsefninu.
Kennslugögn: Sýnikennsla, teikningar, bækur, ýmis verkefni á vefnum og sýnimyndbönd.
Kennslustundir: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.