Námslýsing: Í tæknitextíl gerum við ýmsar textíltilraunir. Við lærum á vínilskera og hvernig hann er nýttur í textíl, einnig lærum við að nota flosbyssu til að flosa og um alla þá fjölbreyttu möguleika sem flos hefur uppá að bjóða. Við lærum líka hvernig hægt er að notfæra sér ljós og rafmagn í textíl til dæmis með því að sameina led ljós og útsaum.
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.