Námslýsing: Farið verður yfir helstu atriði í skartgriðagerð eins og samsetningu á perlum. Unnið verður með tré-, gler-, plast-, leir- og steinkúlur. Nemendum gefst kostur á að búa til perlur og fullunnin hlutur búinn til úr þeim. Einnig verður gert armband úr áli, hringur úr plasti. Nemendur hafa frjálst val um hönnun og útfærslu skartgripanna. Einnig verður farið í það að endurnýta hluti sem og að nýta annan efnivið í skartgripagerðina. Notast verður við ýmis handáhöld. Í skartgripavali er miðað að því að efla verkvit, þekkingu á efnum og færni í notkun handverkfæra. Nemendur læri að meta hvenær frágangur telst vandaður. Það er einnig markmið að efla skilning nemenda á mismunandi efnivið. Smíðaefni: tré, plast, leir, gler, steinn, vír, borðar, girni og teygjur, pappír og lím, Málning verður einnig notuð.
Kennslugögn: teikningar, bækur og ýmisleg
Kennslustundafjöldi: verður 1x í viku, 80 mínútur í senn í eina önn.